fbpx

ÞJÓNUSTA

Bókhaldsþjónusta og uppgjör

Boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir allar stærðir fyrirtækja, hvort heldur einyrkja eða stærri fyrirtæki sem vilja útvista bókhaldinu eða hluta þess.

Við bjóðum upp á færslu bókhalds, reikningagerð, launavinnslu, virðisaukaskattskil, aðstoð við afstemmingar bókhalds í tengslum við uppgjör, uppgjör og gerð ársreikninga.

Aðkoma okkar getur einnig verið tímabundin. Yfir árið getur álag í bókhaldi eða uppgjörsvinnu verið sveiflukennt og þá getur verið fýsilegur kostur að fá tímabundna aðstoð.

Að sama skapi vilja stundum safnast upp ólokin verkefni sem beðið er eftir heppilegum tímapunkti til að ráðast í en erfitt reynist að finna þennan heppilega tímapunkt. Undir þessum kringumstæðum er besta lausnin að fá utanaðkomandi aðstoð frá aðila sem er ótengdur málinu til að framkvæma það.

Endurskoðun

Endurskoðun byggir á lögum, reglum og alþjóðlegum stöðlum sem um hana gilda og hana skal framkvæma í samræmi við góða endurskoðunarvenju og siðareglur endurskoðenda. Góð endurskoðunarvenja felur meðal annars í sér að endurskoðandi skal auðsýna faglega gagnrýni, heiðarleika, hlutleysi, trúnað, faglega hæfni og varkárni við framkvæmd verkefna.

Endurskoðun okkar byggir á skilvirkri og hagkvæmri nálgun.

Fjármálaþjónusta

Erum með framúrskarandi sérfræðinga sem geta tekið að sér tímabundnar afleysingar í fyrirtækjum á sviði bókhalds og fjármálastjórnar.

Bjóðum tónlistarfólki og fyrirtækjum uppá viðskiptastjóra sem sinnir öllu er viðkemur fjármálum s.s. umsjón bókhalds, greiðslur, innheimta, skattamál og samskipti við helstu hagaðila bæði innlenda og erlenda. Er hagkvæmur kostur til að hafa yfirsýn yfir fjármálin, bókhald og skattamál.

Skatta- og félagaréttarþjónusta

Boðið er upp á þjónustu á sviði skattaráðgjafar og félagaréttar. Við veitum almenna skattaráðgjöf, aðstoð við skattútreikninga, framtalsgerð, úttekt á virðisaukaskattsmálum, samskiptum við skattyfirvöld og leiðbeinum um frjálsa og sérstaka skráning virðisaukaskatts.

Þá bjóðum við upp á aðstoð við stofnun félaga, sameiningu, yfirtöku, slit, hækkun eða lækkun hlutafjár svo fátt eitt sé talið.

Við veitum aðstoð við skattskil einstaklinga jafnt sem fyrirtækja.

Sími: 587 9550
Suðurlandsbraut 22
erh@erh.is

is_ISIcelandic