fbpx

Hópurinn

Hjá Endurskoðun og reikningshaldi ehf. starfar hópur fólks með fjölbreytta reynslu af bókhaldi, launavinnslu, uppgjörum, ársreikningagerð, samstæðuuppgjöri, endurskoðun og öðrum þáttum tengdum rekstri.

Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
löggiltur endurskoðandi

kata@erh.is

Ágústa Katrín hlut löggildingu til endurskoðunarstarfa í ársbyrjun 2010. Hún er með M.Acc gráðu í  endurskoðun og reikningshaldi og Cand. Oecon í viðskptafræði frá Háskóla Íslands.

Ágústa Katrín starfaði hjá KPMG í rúm þrettán ár frá 2006 til 2019 er hún stofnaði ráðgjafafyrirtækið AKG endurskoðun ehf.

Verkefnin hjá KPMG voru fjölbreytt og starfaði hún bæði á endurskoðunar- og skattasviði. Á þessu tímabili kom hún að endurskoðun og reikningsskilum margra stórra sem smærri félaga auk þess að veita ráðgjöf sem sérfræðingur í skattskilum. Hefur komið að ýmsum ráðgjafarverkefnum, meðal annars reikningsskilaaðstoð, skattaráðgjöf, útreikningi á virðisaukaskattskvöðum fasteigna, áreiðanleikakönnunum og endurskoðun á virðisaukaskattsmálum hjá viðskiptavinum KPMG.

Ágústa Katrín er viðskiptastjóri nokkurra þjóðþekktra tónlistarmanna, en hún er með sérhæfingu í skattalegum/alþjóðlegum málefnum tónlistarmanna. Fyrri starfsreynsla er meðal annars aðalbókari hjá Bernhard ehf. (1998-2005).

Gísli Jóhannsson
löggiltur endurskoðandi

gisli@erh.is

Gísli hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa í ársbyrjun 2015. Hann lauk M.Acc námi í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands árið 2014, BS í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2006 og diplómu í iðnrekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1993. Gísli hóf störf við endurskoðun í ársbyrjun 2008 og starfaði þar til ársins 2019 er hann hóf störf sem sjálfstætt starfandi endurskoðandi.

Gísli hefur síðastliðin ellefu ár starfað á endurskoðunarsviði KPMG og borið ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd endurskoðunar fyrirtækja af öllum stærðargráðum. Hann hefur, unnið við uppgjör og ársreikningagerð fyrirtækja sem og við gerð samstæðuársreikninga. Hann hefur starfað við skattskil bæði einstaklinga og fyrirtækja. Hann hefur komið að áætlanagerð, arðsemisútreikningum og aðstoðað við uppbyggingu innra eftirlits. Síðustu fimm ár sín hjá KPMG kenndi Gísli á fjölda námskeiða hjá starfsmönnum og endurskoðendum og vann að skipulagningu námskeiðshalds. Gísli hefur auk þess langa reynslu úr atvinnulífinu en hann vann hann í átta ár sem innkaupastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra ELKO og starfaði um árabil þar á undan hjá fyrirtæki í flutningaþjónustu.

Guðmunda Óskarsdóttir
viðurkenndur bókari

gudmunda@erh.is

Guðríður Hjaltadóttir
bókari

 

gauja@erh.is

Helga Þorsteinsdóttir
viðurkenndur bókari

 

helga@erh.is

 

Þorvaldur Þorvaldsson
löggiltur endurskoðandi

 

thorv@erh.is

 

Þorvaldur  hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 1980. Er student frá Menntaskólanum í Reykjavík og settist í lagadeild Háskóla Íslands og lauk þaðan forprófum árið eftir.  Með námi til endurskoðunar í Háskóla Íslands á árunum 1973-1977 starfaði Þorvaldur á Endurskoðunarskrifstofu Eyjólfs K Sigurjónssonar hf frá 1973 og starfaði þar til ársloka 1986.

Frá ársbyrjun 1987 hóf Þorvaldur samstarf með endurskoðendunum Þorsteini Kristinssyni (1987-2007) og Guðmundi R Óskarssyni. Samheiti skrifstofunnar hefur verið Endurskoðun og reikningshald.

Á starfstímanum hafa verkefnin verið af ýmsum toga á sviði skattamála, uppgjörs- og reikningsskila auk endurskoðunar og ráðgefandi starfa fyrir smærri sem stærri rekstraraðila á íslenskan mælikvarða

Karólína Rut Lárusdóttir

karolina@akg.is

Sími: 587 9550
Suðurlandsbraut 22
erh@erh.is

is_ISIcelandic